ÍV Eignasafn II

Síðast uppfært: 05.12.2019

Fyrir hvern er sjóðurinn?

ÍV Eignasafn II er góður kostur fyrir þá sem þola þó nokkrar sveiflur í von um hærri ávöxtun. Ávöxtun sjóðsins getur sveiflast nokkuð og er mælt með því að fjárfestar horfi til nokkurra ára við mat á árangri. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum.

Markmið og fjárfestingarstefna

Áhersla er lögð á fjárfestingu í ríkistryggðum skuldabréfum og innlánum en einnig er heimilt að fjárfesta í skuldabréfum með ábyrgð sveitarfélaga, öðrum skuldabréfum og hlutabréfum, þó með takmörkunum á innlendum hlutabréfum og bréfum sérhvers félags. Sjóðnum er heimilt að festa það fé sem hann nýtir til fjárfestinga í öðrum sjóðum að hluta eða öllu leyti í sjóðum sem reknir eru af ÍV sjóðum hf.

Verðbreyting (upphafsgildi = 100)

Eignasamsetning

Stærstu eignir

FjárfestingarstefnaStefnaEign
Verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir 20-100% 54%
Skuldabréf - bein eign 0-60% 39%
Innlán fjármálafyrirtækja 0-80% 0%
Hlutabréf - bein eign 0-50% 5%
Reiðufé   2%
     
Nánari sundurliðun - horft til eigna sjóða og eigna í einstökum verðbréfum
Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 20-100% 26%
Önnur skuldabréf 0-50% 35%
Hlutabréf 0-50% 33%
Innlán og reiðufé  

2%

Stærstu útgefendur

Verðbreyting tímabila Frá áramótum 3 mán 6 mán 12 mán
ÍV Eignasafn II 15,0% 0,7% 3,7% 13,1%
Verðbreyting ára 2018 2017 2016 2015 2014
ÍV Eignasafn II -0,8% 5,1% 4,0% 14,9% 4,6%

Grunnupplýsingar

Stærð (m.kr.) 759
Sjóðstjóri Hreinn Þór Hauksson
Stofnár 2011
Umsýsluþóknun á ári 0.5%
Rekstraraðili ÍV sjóðir hf
Vörsluaðili Íslensk verðbréf hf

Viðskipti

Lágmarkskaup 5.000
Þóknun við kaup 0,5%
Þóknun við sölu 0%
Afgreiðslutími 10:00 til 14:00
Uppgjörstími 2 viðskiptadagar (T+2)
Áskriftarmöguleikar

Tölfræðilegar upplýsingar

Gengi sjóðs 05.12.2019 18.7698
Meðallíftími (ár) 2,68
Verðtr.hlutfall 24,44%
Flökt 1 ár 3,11%

Hvernig fjárfesti ég í sjóðnum?

Hægt er að fjárfesta í ÍV Eignasafni II með því að hafa samband við ráðgjafa Íslenskra verðbréfa í síma 460 4700. Einnig má fjárfesta í sjóðnum á heimasíðu Íslenskra verðbréfa www.iv.is. Gerast má áskrifandi að sjóðnum með því að hafa samband við Íslensk verðbréf, þá er annaðhvort skuldfært af kreditkorti eða millifært af bankareikningi mánaðarlega umsamin upphæð og því bætt við eign viðskiptavinar í ÍV Eignasafni II.

Skattlagning

Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar verðbréfasjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa skil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt. 

Fyrirvari

ÍV Eignasafn II er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði , fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Íslenskra verðbréfa, www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu