Síðast uppfært: 14.08.2025
Fyrir hvern er sjóðurinn?
ÍV Erlent hlutabréfasafn er góður kostur fyrir þá sem vilja fjárfesta í erlendum hlutabréfum og vilja jafnframt mikla dreifingu á eignirnar sínar. Þar sem miklar sveiflur geta verið á gengi sjóðsins þá hentar hann best í lengri tíma fjárfestingar.
Markmið og fjárfestingarstefna
ÍV Erlent hlutabréfasafn er hlutabréfasjóður sem fjárfestir að meginstefnu í hlutabréfum sem skráð eru í kauphöllum þróaðra markaða samkvæmt MSCI Barra. Markmið hans er að ávaxta eignir sjóðsins með því að fjárfesta í erlendum hlutabréfum sem skráð eru í viðurkenndum kauphöllum. Þar sem sjóðurinn er gerður upp í íslenskum krónum þá hefur breyting á gengi krónunnar áhrif á sjóðinn. Styrkist krónan minnkar ávöxtun sem því nemur og eykst ef krónan veikist.
Verðbreyting (upphafsgildi = 100)
Stærstu eignir
Eign |
Auðkenni |
Eignaflokkur |
Vægi |
{name} |
{ticker} |
{section} |
{weight} |
Fjárfestingarstefna | Stefna | Eign |
Hlutabréf skráð í kauphöllum þróaðra markaða |
50-100% |
67% |
Hlutabréf skráð í kauphöllum BRIK-landa |
0-50% |
27% |
Reiðufé |
|
6% |
Verðbreyting tímabila |
Frá áramótum |
3 mán |
6 mán |
12 mán |
ÍV Erlent hlutabréfasafn |
-2,2% |
4,5% |
-8,0% |
2,9% |
Verðbreyting ára |
2024 |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
ÍV Erlent hlutabréfasafn |
20,8% |
32,1% |
-26,9% |
13,6% |
50,7% |
Grunnupplýsingar
Stærð (m.kr.) |
3.567,1 |
Sjóðstjóri |
Andrés Ívarsson / Helga Björg Ingvadóttir |
Stofnár |
2006 |
Umsýsluþóknun á ári |
1.5% |
Árangursþóknun |
15% umfram ávöxtunarviðmið |
Árangursviðmið |
MSCI ACWI Index (MSCI all country world index) |
Rekstraraðili |
ÍV sjóðir hf |
Vörsluaðili |
Íslensk verðbréf hf |
Viðskipti
Lágmarkskaup |
3.000 |
Þóknun við kaup |
2% |
Þóknun við sölu |
0% |
Afgreiðslutími |
10:00 til 14:00 |
Uppgjörstími |
3 viðskiptadagar (T+3) |
Áskriftarmöguleikar |
Nei |
Tölfræðilegar upplýsingar
Gengi sjóðs 14.08.2025 |
728.0271 |
Hvernig fjárfesti ég í sjóðnum?
Hægt er að fjárfesta í ÍV Erlendu hlutabréfasafni með því að hafa samband við ráðgjafa Íslenskra verðbréfa í síma 460 4700. Einnig má fjárfesta í sjóðnum á heimasíðu Íslenskra verðbréfa www.iv.is. Athuga að vegna reglna sem hefta fjármagnsflæði frá landinu er fjárfesting í sjóðnum háð takmörkunum og skilyrðum. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Íslenskra verðbréfa hf. í síma 460 4700 eða í tölvupósti.
Skattlagning
Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar verðbréfasjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa skil á fjármagnstek juskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignar hlutdeild. Söluhagnaður ber 20% fjármagnstekjuskatt.
Fyrirvari
ÍV Erlent hlutabréfasafn er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Íslenskra verðbréfa, www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.