ÍV Skuldabréfasafn

Síðast uppfært: 03.04.2020

Fyrir hvern er sjóðurinn?

ÍV Skuldabréfasafn er traustur kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fjármuni með fjárfestingu í skuldabréfum sem skráð eru í Nasdaq OMX á Íslandi og óskráðum skuldbréfum sbr. fjárfestingarstefnu sjóðsins. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum og lögaðilum, s.s. lífeyrissjóðum og fyrirtækjum.

Markmið og fjárfestingarstefna

Fjárfest er í sértryggðum skuldabréfum, skuldabréfum og víxlum, útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins, skuldabréfum sveitarfélaga og LSS, bankavíxlum, fyrirtækjaskuldabréfum og óskráðum skuldabréfum. Líftími eignasafns sjóðsins er á bilinu 4-8 ár. Stýring sjóðsins tekur að nokkru leyti mið af verðbólguhorfum og því getur verðtryggingarhlutfall hans verið breytilegt frá mánuði til mánaðar. Einnig er horft til þróunar á ávöxtunarkröfu á markaði.

Verðbreyting (upphafsgildi = 100)

Eignasamsetning

Stærstu eignir

FjárfestingarstefnaStefnaEign
Ríkistryggð skuldabréf 0-25% 11%
Sértryggð skuldabréf 0-70% 65%
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af sveitarfélögum 0-30% 0%
Skuldabréf útgefin af lánasjóði sveitarfélaga 0-30% 0%
Peningamarkaðsgerningar útgefnir af fjármálafyrirtækjum 0-20% 0%
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af fyrirtækjum 0-30% 24%
Reiðufé   0%

Stærstu útgefendur

Verðbreyting tímabila Frá áramótum 3 mán 6 mán 12 mán
ÍV Skuldabréfasafn 3,3% 3,0% 3,2% 7,2%
Verðbreyting ára 2019 2018 2017 2016 2015
ÍV Skuldabréfasafn 6,4% 4,3% 6,3% 6,3% 5,1%

Grunnupplýsingar

Stærð (m.kr.) 2.741
Sjóðstjóri Hreinn Þór Hauksson og Ragnar Benediktsson
Stofnár 2014
Umsýsluþóknun á ári 1%
Rekstraraðili ÍV sjóðir hf
Vörsluaðili Íslensk verðbréf hf

Viðskipti

Lágmarkskaup 5.000
Þóknun við kaup 0,5%
Þóknun við sölu 0%
Afgreiðslutími 1
Uppgjörstími 2 viðskiptadagar (T+2)
Áskriftarmöguleikar

Tölfræðilegar upplýsingar

Gengi sjóðs 03.04.2020 14.1114
Meðallíftími (ár) 7,29
Verðtr.hlutfall 68,40%
Flökt 1 ár 1,41%

Hvernig fjárfesti ég í sjóðnum?

Hægt er að fjárfesta í ÍV Skuldabréfasafni með því að hafa samband við ráðgjafa Íslenskra verðbréfa í síma 460 4700. Einnig má fjárfesta í sjóðnum á heimasíðu Íslenskra verðbréfa www.iv.is. Gerast má áskrifandi að sjóðnum með því að hafa samband við Íslensk verðbréf, þá er annaðhvort skuldfært af kreditkorti eða millifært af bankareikningi mánaðarlega umsamin upphæð og því bætt við eign viðskiptavinar í ÍV Skuldabréfasafni.

Skattlagning

Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar verðbréfasjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa s kil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt. 

Fyrirvari

ÍV Skuldabréfasafn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Íslenskra verðbréfa, www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti.