ÍV Skuldabréfasafn er traustur kostur fyrir þá sem vilja ávaxta fjármuni með fjárfestingu í skuldabréfum sem skráð eru í Nasdaq OMX á Íslandi og óskráðum skuldbréfum sbr. fjárfestingarstefnu sjóðsins. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum og lögaðilum, s.s. lífeyrissjóðum og fyrirtækjum.
Fjárfest er í sértryggðum skuldabréfum, skuldabréfum og víxlum, útgefnum af eða með ábyrgð íslenska ríkisins, skuldabréfum sveitarfélaga og LSS, bankavíxlum, fyrirtækjaskuldabréfum og óskráðum skuldabréfum. Líftími eignasafns sjóðsins er á bilinu 4-8 ár. Stýring sjóðsins tekur að nokkru leyti mið af verðbólguhorfum og því getur verðtryggingarhlutfall hans verið breytilegt frá mánuði til mánaðar. Einnig er horft til þróunar á ávöxtunarkröfu á markaði.
Eign | Auðkenni | Eignaflokkur | Vægi |
---|
Fjárfestingarstefna | Stefna | Eign |
---|---|---|
Ríkistryggð skuldabréf | 0-25% | 11% |
Sértryggð skuldabréf | 0-70% | 65% |
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af sveitarfélögum | 0-30% | 0% |
Skuldabréf útgefin af lánasjóði sveitarfélaga | 0-30% | 0% |
Peningamarkaðsgerningar útgefnir af fjármálafyrirtækjum | 0-20% | 0% |
Peningamarkaðsgerningar og skuldabréf útgefin af fyrirtækjum | 0-30% | 24% |
Reiðufé | 0% |
Verðbreyting tímabila | Frá áramótum | 3 mán | 6 mán | 12 mán |
---|---|---|---|---|
ÍV Skuldabréfasafn | 0,3% | 0,5% | -2,2% | 4,3% |
Verðbreyting ára | 2020 | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
---|---|---|---|---|---|
ÍV Skuldabréfasafn | 7,0% | 6,4% | 4,3% | 6,3% | 6,3% |
Stærð (m.kr.) | 3.510 |
Sjóðstjóri | Hreinn Þór Hauksson og Ragnar Benediktsson |
Stofnár | 2014 |
Umsýsluþóknun á ári | 1% |
Rekstraraðili | ÍV sjóðir hf |
Vörsluaðili | Íslensk verðbréf hf |
Lágmarkskaup | 5.000 |
Þóknun við kaup | 0,5% |
Þóknun við sölu | 0% |
Afgreiðslutími | 1 |
Uppgjörstími | 2 viðskiptadagar (T+2) |
Áskriftarmöguleikar | Já |
Gengi sjóðs 04.03.2021 | 14.6680 |
Meðallíftími (ár) | 7,63 |
Verðtr.hlutfall | 69,58% |
Flökt 1 ár | 1,80% |
Íslensk verðbréf er helsti söluaðili verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sem reknir eru af ÍV sjóðum hf. ÍV sjóðir hf. er dótturfélag Íslenskra verðbréfa.
Fjárfesting í sjóðunum fer fram í gegnum Verðbréfavef ÍV eða með því að hafa samband á iv@iv.is. Hægt er að spara reglulega með því að gerast áskrifandi að sjóðnum í gegnum Verðbréfavef ÍV
2: iv@iv.is |
3: 460-4700 |
Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar verðbréfasjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa s kil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt.
ÍV Skuldabréfasafn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og hefur því rýmri heimildir til fjárfestinga en verðbréfasjóðir. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins.
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar, útboðslýsingar og reglur sjóðsins auk annarra þeirra upplýsinga sem fram koma á tilteknum vefsvæði hans. Sérstaklega er bent á umfjöllun um áhættuþætti sem fram koma í útboðslýsingum. Eftir atvikum er fjárfestum ráðlagt að afla sér ráðgjafar óháðs aðila.
Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.