Um ÍV sjóði

ÍV sjóðir hf. voru stofnaðir árið 2001.

Félagið er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur verðbréfasjóði, sérhæfða sjóði fyrir almenna fjárfesta og sérhæfða sjóði sem markaðssettir eru til fagfjárfesta. Félagið starfar á grundvelli laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði og laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Félagið hefur einnig starfsleyfi til eignarstýringar. 

Félagið er dótturfélag Íslenskra verðbréfa hf. sem eiga 99,75% hlutafjár. Þrátt fyrir það eru ÍV sjóðir hf. óháðir móðurfélaginu og er meirihluti stjórnarmanna félagsins ótengdir Íslenskum verðbréfum hf. Íslensk verðbréf hf. annast þó ýmis verkefni fyrir félagið, s.s. samskipti við viðskiptavini, vörslu fjármálagerninga, bókhald og bakvinnslu, á grundvelli útvistunarsamninga.