Hreinn Þór Hauksson

Hreinn Þór Hauksson
Hreinn Þór Hauksson
460-4700

Hreinn Þór er forstöðumaður Sérverkefna og þróunar innan Íslenskra verðbréfa. Áður starfaði Hreinn sem Framkvæmdastjóri Sérhæfðra fjárfestinga innan ÍV sjóða hf., þar áður sem framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum og enn fyrr sem framkvæmdastjóri ÍV sjóða. Hreinn Þór starfaði hjá Íslandsbanka og Glitni á árunum 2005 – 2011, lengst af innan Markaðsviðskipta og fjárstýringar með áherslu á rekstur og innri virkni deildarinnar og aðkomu að verðbréfamiðlun, gjaldeyrismiðlun, afleiðum og sérhæfðum verkefnum. Seinna kom hann að lánamálum fyrirtækja og eignastýringu með áherslu á atvinnusvæði Akureyrar. Frá ágúst 2012 til 2014 starfaði Hreinn að svæðisbundinni efnahags – og atvinnuþróun sem verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ.

Hreinn Þór er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc gráðu í frumkvöðlafræði og nýsköpun frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hreinn Þór hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.