ÍV Eignasafn II - Eignadreifing / Hlutabréf hámark 35%

Síðast uppfært: 18.04.2024

Fyrir hvern er sjóðurinn?

  • MARGIR EIGNAFLOKKAR OG VIRKNI
  • FJÁRFESTING TIL LENGRI TÍMA OG ÁHÆTTA MEÐ HLUTABRÉFUM
  • VIRK STÝRING OG HREYFINGAR

Fjárfesting í sjóðnum hentar einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum sem vilja nýta sér kosti sjóðaformsins, eru að fjárfesta til langs tíma og leita eftir virkri dreifingu og hreyfingum á milli eignaflokka, eignamarkaða og markaðssvæða, erlendum fjárfestingum og virkri stýringu.

Sjóðurinn er annar í röðinni í Eignasafnalínu ÍV og ÍV sjóða þar sem sá fyrsti flokkast sem áhættuminnstur mv. fjárfestingarheimildir, undirliggjandi eignir og virkni og sá fjórði áhættumestur. 

Eignum og eignasamsetningu er stýrt með virkum hætti af sérfræðingum í eignastýringarteymi sjóðsins sem taka mið af markaðs- og efnahagsaðstæðum hverju sinni. Ávöxtun sjóðsins getur sveiflast nokkuð og því er mikilvægt að ekki sé horft til mjög skamms tíma við mat á árangri. 

Sjóðurinn hentar vel fyrir þá sem fjárfesta með reglubundnum hætti, t.d með reglulegri áskrift

Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður á hlutdeildarformi í rekstri ÍV sjóða hf. undir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands skv. lögum nr. 45/2020 og lögformlegt heiti hans er ÍV Eignasafni II hs.

Markmið og fjárfestingarstefna

  • MIKIL EIGNADREIFING OG VIRKNI
  • INNLEND OG ERLEND SKULDABRÉF OG HLUTABRÉF
  • HÁMARK 35% HLUTABRÉF

Markmið sjóðsins er að veita hlutdeildarskírteinishöfum ávöxtunartækifæri í gegnum safn eigna þar sem áhersla er á eignaflokka- og áhættudreifingu. Dreifing eigna fæst svo sem með fjárfestingu í gegnum aðra sjóði um sameiginlega fjárfestingu og/eða beina fjárfestingu í einstökum verðbréfum, með fjárfestingu í mismunandi eignaflokkum og fjárfestingu á mismunandi eignamörkuðum. Áhersla er lögð á seljanleika og gæði eigna í samhengi við áhættu. Sjóðurinn fjárfestir hvort sem er í innlendum og erlendum eignum og getur meiri hluti fjárfestinga sjóðsins á hverjum tíma verða í erlendum eignum en þó að hámarki 60%. Sjóðurinn fjárfestir í eignum sem skráðar eru á skipulagðan verðbréfamarkað eða eignum sem hafa virka daglega verðmyndun.

Fjárfesting í tilteknum eignaflokki, svo sem hlutabréfum eða skuldabréfum getur verið hvort sem er með beinni fjárfestingu eða með fjárfestingu í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu. Sjóðurinn mun að miklu eða öllu leiti fjárfesta í öðrum sjóðum, innlendum og erlendum og er heimilt að festa það fé sem hann nýtir til fjárfestinga í öðrum sjóðum að hluta eða öllu leyti í sjóðum sem reknir eru af ÍV sjóðum hf. eins og lög heimila hverju sinni.

Sjóðurinn fjárfestir ekki í beint í afleiðum en getur eignast eða komist í sambærilega stöðu í gegnum fjárfestingu í öðrum sjóðum.

Verðbreyting (upphafsgildi = 100)

Eignasamsetning

Stærstu eignir

Fjárfestingarheimildir

Skuldabréf – ábyrgð ríkis  20-100%  
Skuldabréf – önnur 0-60%  
-Bein fjárfesting - hámark á stakan skuldara 10%  
Hlutabréf 0-35%  
-Innlend 0-15%  
-Erlend 0-35%  
-Bein fjárfesting – hámark á stakt félag 5%  
Erlend fjárfesting að hámarki 60%  
Fjárfesting í öðrum sjóðum 0-100%  

 

* Fjárfesting í tilteknum eignaflokki, svo sem hlutabréfum eða skuldabréfum getur verið hvort sem er með beinni fjárfestingu eða með fjárfestingu í sjóðum um sameiginlega fjárfestingu í rekstri starfsleyfisskylds aðila og/eða kauphallarsjóða. Sjóðir skulu lúta eftirliti opinberrar eftirlitsstofnunar sambærilegri Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Stærstu útgefendur

Verðbreyting tímabila Frá áramótum 3 mán 6 mán 12 mán
ÍV Eignasafn II - Eignadreifing / Hlutabréf hámark 35% 2,0% 1,5% 7,6% 7,4%
Verðbreyting ára 2023 2022 2021 2020 2019
ÍV Eignasafn II - Eignadreifing / Hlutabréf hámark 35% 6,3% -11,3%

Grunnupplýsingar

Stærð (m.kr.) 4.585,4
Sjóðstjóri Halldór Andersen
Stofnár 2021
Umsýsluþóknun á ári 0.8%
Árangursþóknun 15% umfram ávöxtunarviðmið
Árangursviðmið Depo + 3%
Rekstraraðili ÍV sjóðir hf.
Vörsluaðili Íslensk verðbréf hf.

Viðskipti

Lágmarkskaup 5.000
Þóknun við kaup 0,5%
Þóknun við sölu 0%
Afgreiðslutími 10:00 - 14:00
Uppgjörstími 2 viðskiptadagar (T+2)
Áskriftarmöguleikar

Tölfræðilegar upplýsingar

Gengi sjóðs 18.04.2024 10.2370
Meðallíftími (ár) 3,7
Verðtr.hlutfall 24,15%

Hvernig fjárfesti ég í sjóðnum?

Íslensk verðbréf eru vörsluaðili sjóðsins og helsti söluaðili verðbréfa- og sérhæfðra sjóða fyrir almenning sem reknir eru af ÍV sjóðum hf. ÍV sjóðir hf. er dótturfélag Íslenskra verðbréfa.  

Fjárfesting í sjóðunum fer fram í gegnum Verðbréfavef ÍV eða með því að hafa samband á iv@iv.is. Hægt er að spara reglulega með því að gerast áskrifandi að sjóðnum í gegnum Verðbréfavef ÍV 

1: Verðbréfavefur ÍV

2: iv@iv.is

3: 460-4700

Skattlagning

Hagnaður af innlausn eignarhlutdeildar sjóðsins er skattskyldur á Íslandi. Skattskyldur hagnaðar ákvarðast samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt nr. 90/2003 og myndar eignarhlutdeild í sjóðnum stofn til greiðslu eignarskatts. Vörslufyrirtæki sjóðsins, Íslensk verðbréf hf., sér um að standa skil á fjármagnstekjuskatti samkvæmt 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, en hann leggst á þegar eignarhlutdeild í sjóðnum er seld með hagnaði eða þegar tekjur eru greiddar af eignarhlutdeild. Söluhagnaður ber 22% fjármagnstekjuskatt. 

Fyrirvari

ÍV Eignasafn II hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenning skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og hefur því rýmri heimildir til fjárfestinga en verðbréfasjóðir. ÍV sjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Íslensk verðbréf hf. eru vörsluaðili sjóðsins skv. ákæðum sömu löggjafar

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar, útboðslýsingar og reglur sjóðsins auk annarra þeirra upplýsinga sem fram koma á tilteknum vefsvæði hans. Sérstaklega er bent á umfjöllun um áhættuþætti sem fram koma í útboðslýsingum. Eftir atvikum er fjárfestum ráðlagt að afla sér ráðgjafar óháðs aðila.  

Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.